FKA golfferð til Ítalíu á Chervo Golf Hotel & Resort

11. til 15. maí 2022SKRÁNING HÉR

Chervo IT

CHERVÒ GOLF HOTEL SAN VIGILIO

Á einum fegursta stað á Ítalíu, í nágrenni við Gardavatn, er Chervo Golf Hotel Resort sem er einstök paradís fyrir golfáhugafólk, Chervo Golf Hotel Resort sem meðal annars var valið besta golfhótel á Ítalíu árið 2020 og er á lista yfir 20 bestu golf resort í heiminum.

Golfvöllurinn sem er 27 holu keppnisvöllur og síðan 9 holu völlur ásamt glæsilegri æfingaraðstöðu. Á svæðinu er fjölbreytt úrval af afþreyingu í einkar fallegu umhverfi eins og tennisvöllur, inni og úti sundlaugar og heilsulind.   

 

Chervo Golf Hotel Spa & Resort San Vigilio er byggt umhverfis klaustrið í San Vigilio sem er frá 12. öld. Herbergin eru fallega innréttuð í antík stíl sem samræmist vel umhverfinu. Öll herbergin eru loftkæld og í þeim má finna minibar, sjónvarp, ísskáp og frítt internet WI-FI. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn. 

Veitingastaðurinn á hótelinu er innréttaður í fallegum antík stíl með notalegu rómantísku ívafi. Þar eru framreiddir gómsætir réttir með fyrsta flokks hráefnum úr héraðinu og einnig alþjóðlegir réttir, þar á meðal úr fiskafurðum. Á vínlistanum er að finna mikið úrval af léttum vínum og vínum úr héraðinu.

Eftir langan dag er upplagt að láta dekra við sig á heilsulind hótelsins þar sem boðið er upp á gufubað, eimbað, saltgrotti, vítarium og notalega slökunaraðstöðu í fallegu umhverfi. Einnig er boðið upp á úrval meðferða eins og nudd, andlitsböð ofl.

Hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna kylfinga er hægt að njóta þess að spila á stóra vellinum sem er 27 holu keppnisvöllur og stuttur 9 holu völlur. Einnig er mjög góð æfingaraðstaða á svæðinu. Eftir að hafa notið dagsins við að spila golf geta gestir slappað af á glæsilegri verönd hótelsins sem státar af víðáttumiklu útsýni eða farið í göngutúr og notið náttúrufegurðarinnar sem svæðið hefur að geyma.

Chervo Hotel Spa & Resort hefur undandfarin ár hlotið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir golfvöllinn, hótelið og klúbbhúsið. Það má með sanni segja að það verður virkilega spennandi að heimsækja þennan fallega áfangastað í vor með FKA konum.

VERÐTILBOÐ

VERÐ FRÁ KR 254.900  –  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVÆR Í HERBERGI SKRÁNING HÉR

VERÐ FRÁ KR 301.900  –  Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINA Í HERBERGI SKRÁNING HÉR

Innifalið í verði er:

  • 4 nátta gisting í superior herbergi með morgunverði
  • Flug með Icelandair
    • Ein 23 kg taska, golfpoki og 10 kg handfarangur
  • 3 kvöldverðir og síðdegisverður á lokadegi
  • Akstur til og frá flugvelli Milano Malpensa – tekur 1 klukkustund og 50 mín
  • 3X18 og 1X9 golfhringir og golfbílar fyrir konur með skráða forgjöf

GOLFSKÓLI – NÝTT HJÁ GOLFNEFND FKA

Að þessu sinni vill golfnefnd FKA bjóða FKA konum að koma með í ferðina sem vilja byrja í golfi. 

Karen Sævarsdóttir, LPGA golfkennari og félagi í FKA, ætlar að bjóða upp á golfskóla þar sem farið verður yfir grunnþætti leiksins, grunnreglur og spilað verður á styttri velli (par 3 velli). Hörku program á 4 dögum, yfir 15 klst. af kennslu og leikið verður 2-3 skipti 9 holu hringir eftir kennslu.

VERÐ FRÁ KR 254.900  –  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVÆR Í HERBERGI  – SKRÁNING HÉR

VERÐ FRÁ KR 301.900  –  Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINA Í HERBERGI – SKRÁNING HÉR

Innifalið í verði er:   

  • 4 nátta gisting í superior herbergi með morgunverði
  • Flug með Icelandair 
    • Ein 23 kg taska, golfpoki og 10 kg handfarangur 
  • 3 kvöldverðir og síðdegisverður á lokadegi
  • Akstur til og frá flugvelli Milano Malpensa – tekur 1 klukkustund og 50 mín 
  • Golfkennsla með Kareni Sævarsdóttur LPGA golfkennara 
  • 3 golf hringir á 9 holuvelli 
  • Kennslutímar með Kareni Sævarsdóttur á æfingasvæði þar sem pútt, chipp og drive verða æfð   
  • Golfkerrur 

FLUG MEÐ ICELANDAIR

Beint flug með Icelandair frá KEF til Milano þann 11. maí 2022 kl. 15:40 lent í Milano kl. 21:55

Beint flug með Icelandair frá Milano til Keflavíkur þann 15. maí 2022 kl. 22:50 lent í KEF kl. 01:05

ATH Lágmarks fjöldi í golfskólann eru 4 en hámark 8.

SKILMÁLAR

Staðfestingargjald greiðist inn á reikning FKA í síðasta lagi 25. febrúar:

  • Kr. 40.000,- á mann miðað við tvær í herbergi.
  • kr. 45.000,- á mann miðað við eina í herbergi.

Næsta innborgun þann 25. mars 2022:

  • Kr. 150.900,- á mann miðað við tvær í herbergi.
  • Kr. 180.000,- á mann miðað við eina í herberginn

Lokagreiðsla þann 25. apríl 2022:

  • Kr. 64.900,- á mann miðað við tvær í herbergi.
  • Kr. 76.900,- á mann miðað við eina í herbergi.

ICELANDAIR VILDARPUNKTAR

Hægt er að nota vildarpunkta í formi gjafabréfa hjá Icelandair að hámarki 100.000 vildarpunktar í þessa ferð.

(Breyta skal vildarpunktum í gjafabréf inn á Icelandair Saga Club og senda gjafabréfið á info@sensationalworld.is með upplýsingum um nafn og kennitölu þess sem gjafabréfið gildir fyrir.)

Breytingargjald er kr. 15.000 ef gera þarf nafnabreytingar eða aðrar breytingar á flugmiða.

AFBÓKUNARREGLUR

Allar innborganir eru óndurkræfar eftir greiðslu.

Eftir 28. apríl fæst ekkert endurgreitt af ferðakostnaði.

VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR

Uppgefin verð miðast við gengi á bilinu EUR 148 til 152 og eldsneytisverð þann 7. desember 2021

 og geta breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á eftirtöldum þáttum: 

  • a) Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði (flug) 
  • b) Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld 
  • c) Gengisbreytingum 

Kreditkort – Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk.  Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.

Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Ragnheiður Eiríks Friðriksdóttir, Raggý, í síma 844-6544 eða tölvupósti raggy@sensationalworld.is.

Heillandi Heimur / Sensational World

sensationalworld.is