Árshátíðir

Hjá mörgum fyrirtækjum er árshátíðin hátindur ársins fyrir starfsfólkið. Mikill spenningur er oft fyrir árshátíðinni og starfsmenn mæta með tilhlökkun og bros á vör. Undirbúningur og skipulagning árshátíðarinnar er afar mikilvægur þáttur í því að gera árshátíðina eftirminnilega. 

Hvataferðir

Hvataferðir eru frábær leið til að verðlauna og hvetja starfsfólk.  Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að skipuleggja ógleymanlegar ferðir þannig að fólk komi heim fullt af orku og með tilhlökkun til að gera enn betur.  Ævintýraferðir í Afríku eða slökun á strönd Sardiníu, við bjóðum upp á ferð sem hentar þínum hópi.

Ráðstefnur/fundir

Hvort sem um skipulagningu á fundi, starfsmannadegi eða ráðstefnu þá erum við með réttu lausnina fyrir þig. Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum. Með þekkingu og áralangri reynslu okkar á skipulaggningu viðburða og öllu því sem fylgir getur viðskiptavinur einbeitt sér að öðrum þáttum verkefnisins.

Sérferðir hópa

Ert þú í hópi sem langar í hjólaferð í Evrópu, golf í Afríku eða vínsmökkun á Ítalíu?  Við aðstoðum hópa við að skipuleggja ferðir, allt eftir þeirra óskum.