Velferð/hlédrag (Retreat)

Ferðalög, heilsa og velferð fólks er okkar ástríða. Við höfum einstaka ánægju af því að sameina þetta í VELferðir eins og við kjósum að kalla það.  Við bjóðum
upp á ferðir sem við höfum skipulagt.  Við bjóðum einnig upp á að aðstoða við skipulagningu á hlédragi eftir óskum viðskiptavina.

Ef þú ert með góða hugmynd að VELferð getum við aðstoðað við að setja saman rétta umgjörð.  Við höfum reynsluna í að setja saman frábæra pakka með gistingu og öðru því sem til þarf til að gera góða ferð frábæra.

Dæmi um áherslu í VEL-ferð gæti verið:

  • Jóga
  • SPA
  • Nútvitund
  • Hugleiðsla
  • Hreinsun

Ef þú ert til dæmis jógakennari, núvitundarleiðbeinandi eða markþjálfi og vilt gjarna bjóða upp á skemmtilega ferð hafðu þá samband. Við höfum reynsluna og tilskilin leyfi.