Þarft þú að skipuleggja fund eða ráðstefnu? Við erum með réttu lausnina fyrir þig. Við erum með áralanga reynslu og þekkingu við skipulagningu viðburða. Hvort sem halda á viðburðinn á Íslandi eða erlendis þá höfum við einstakt tengslanet og reynslu. Við höfum unnið að ráðstefnum/fundum um allan heim með viðskiptavinum okkar. Láttu okkur sjá um umgjörðina svo þú getir einbeitt þér að öðrum þáttum verkefnisins.
Markmið okkar er að þeir viðburðir sem við vinnum með verði árangursríkir og að fundar/ráðstefnu skipuleggjandi geti notið ferðalagsins öruggur um að umgjörðin er í góðum og traustum höndum. Á þann hátt getur skipuleggjandinn einbeitt sér að innviðum og innihaldi viðburðarins. Við vinnum með markmið viðburðarins og innan þess fjárhagslega ramma sem settur hefur verið. Við getum aðstoðað við að bóka rétta vettvanginn, gistingu, skemmtiatriði, ræðumenn og hvað annað sem þarf til þess að gera viðburðinn árangursríkan og skemmtilegan.
Það er svo draumur hvers skipuleggjanda að þátttakendur hafi fulla orku og athygli á meðan viðburði stendur. Með það í huga komum við með hugmyndir til að gera það að veruleika.
Meðal þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á er:
- Bókun og utanumhald varðandi hótel
- Bókanir á funda- og ráðstefnuaðstöðu
- Samskipti og samningar við birgja
- Áætlanagerð og utanumhald fjármála ráðstefnunnar
- Aðstoð við og umsjón með gerð upplýsinga og kynningarefnis
- Aðstoð við og umsjón með gerð heimasíðu fyrir viðburðinn
- Skráningarkerfi fyrir þátttakendur
- Umsjón með dreifingu gagna og annað á ráðstefnu
Auk þessa bjóðum við upp á að skipuleggja skoðunarferðir, makaferðir, kokteila og hvaðeina sem upp kemur varðandi viðburði.
Hvort sem um er að ræða viðburð á Íslandi eða erlendis getum við gert þér lífið léttara.