Sensational World er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í því að þjónusta einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem vilja fyrsta flokks þjónustu með heilsutengdu ívafi. Við skipuleggjum ferðir þar sem áhersla er lögð á upplifun sem nærir líkama og sál.

Við förum í frí til að losa okkur undan stressi og hlaða batteríin.  Því miður þá verður það oft ekki niðurstaðan þar sem erfitt er oft að halda sig við heilsusamlegt líferni á ferðalögum, hvort sem um frí eða viðskiptaferð er að ræða. Við hjálpum til við að skipuleggja frí, ráðstefnur, fundi og vinnustaðaferðir með velferð ferðalanga í huga.

Við byggjum á margra ára reynslu í ferðaþjónustu og af því að skipuleggja ráðstefnur, fundi, hvataferðir og ferðir fyrir sérhópa. Við höfum einnig reynslu og þekkingu á sviði heilsu og vellíðan (“wellness industry”). Ástríða okkar liggur í því að hafa velferð gesta okkar í fyrirrúmi hvort sem um er að ræða frí eða vinnutengd ferðalög.

Fyrirtækið er stofnað af þremur aðilum sem hafa starfað í ferðaþjónustu í all nokkurn tíma. Surprize ferðir, Reykjavík Concierge og Time tours eru þau fyrirtæki sem ákváðu að sameina krafta sína í eitt og stofna Sensational World.