Hjá mörgum fyrirtækjum er árshátíðin hátindur ársins fyrir starfsfólkið.  Mikill spenningur er oft hjá starfsfólki sem mæta með tilhlökkun og bros á vör.  Undirbúningur og skipulagning er afar mikilvægur þáttur í því að gera daginn eftirminnilegan. 

Við hjá Sensational world höfum áralanga reynslu af skipulagningu ýmissa viðburða, meðal annars árshátíða.  Ástríða okkar liggur í velferð, ánægju og upplifun gesta. Við klæðskerasníðum hvert verkefni að þörfum viðskiptavinarins og vinnum einnig með þemu tengd hverju því málefni sem viðburðurinn samanstendur af svo sem heilsu og hreysti, starfsánægju og hvatningu.