SKÍÐAVETURINN 2022
Selva Val Gardena / Dolomites á Ítalíu er vinsæll áfangastaður meðal skíða áhugafólks víðsvegar að úr heiminum. Skíðabrekkur Selva Di Val Gardena eru um 175 km að lengd og þar er hægt að velja úr 81 skíðalyftu af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um byrjendur eða lengra komna þá getur hver og einn valið úr fjölda af frábærum brekkum sem henta getu hvers og eins.
FRÁBÆR STAÐSETNING
Sensational World bíður upp á tvö þriggja stjörnu hótel fyrir skíðaveturinn 2022, Hotel Garni Concordia og Garni Hotel Franca. Hótelin eru staðsett hlið við hlið á frábærum stað í um 150 metra fjarlægð frá skíðaleigu og skíðalyftum Nives. Skíðalyfturnar í Nives tengjast öllum helstu skíðaleiðum á svæðinu og er því úr mörgum skemmtilegum skíðasvæðum að velja.
HIN VINSÆLASLA SELLA RONDA
Sella Ronda, er falleg skíðaleið umkringd þykkum skógum, fjallstoppum og snjóþöktu landslagi sem liggur á milli fjögurra dala, Alta Badia, Val di Fassa, Arabba Badia og Selva. Þessi skemmtilega skíðaleið er um 40km að lengd (lyftur og 26km skíðabrekkur). Það tekur allt að 6 klst að skíða þessa leið með stoppum og hádegismat. Skemmtileg upplifun fyrir alla þá sem vilja njóta þess að skíða í einstakri og fallegri náttúru.
LENGSTA SKÍÐALEIÐIN
Ein lengsta brekkan í Dolomítunum, “La Longia” er 10km löng skíðabrekka sem er ævintýralega falleg og skemmtileg skíðaleið í fallegu gljúfri með breiðum brekkum og skóglendi. Einstök upplifun fyrir alla sem fara þessa skíðabrekku, sem er alls ekki erfið.
HÓTELIN
Hotel Garni Conordia er 3* hótel staðsett á frábærum stað í miðbæ Selva di Val Gardena. Stutt er í skíðalyftur, veitinga-staði, kaffihús og bari. Herbergin eru rúmgóð með góðu bað-herbergi, fríu interneti, sjónvarpi. Aðgangur að heilsulind hótelsins er innifalinn verðinu. Hótelið er staðsett í um 150 metra einni af Sella Ronda skíðalyftunum. Sér herbergi fyrir hótelgesti sem geymir skíðabúnaðinn.
Skíðalyftur í nágrenni við hótelin:
- Nives – 150 m
- Mickey Mouse – 300 m
- Biancaneve skíðalyftan – 300 m
- Larciunei – 350 m
- Ciampinoi – 350 m
- Terza Punta – 500 m
Verð frá kr. 233.900 á mann miðað við tvo í herbergi – innifalið er eftirfarandi:
- 7 nátta gisting með morgunmat.
- Flug með Icelandair til of frá Munchen – Innifalið: 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri 10kg.
- Akstur frá flugvelli í Munchen til Selva Val Gardena og til baka á flugvöllinn í Munchen.
- Aðgangur að heilsulind hótelsins.
- Aðstoð með leigu á skíðaútbúnaði.
- Fararstjórn.
FLUGUPPLÝSINGAR
5. mars 2022 – Beint flug með Icelandair FI532 frá Keflavík til Munchen kl. 7:20 lent í Munchen kl. 12:05
12. mars 2022 – Beint flug með Icelandair FI533 frá Munchen til Íslands kl. 13:05 lent í Keflavík kl. 16:00
Aðrar upplýsingar
- Ferðamannaskattur að upphæð € 2 á mann á nótt er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist á hótelinu í ferðalok.
- Skíði með í flugið kostar samtals báðar leiðir kr. 15.000.
Þetta fjölskyldurekna og hlýlega hótel er staðsett í miðbæ Selva di Val Gardena. Herbergin eru rúmgóð og björt með viðarhúsgögnum, parketi eða teppum á gólfum. Inn á hverju herbergi er LCD-gervihnattasjónvarp, snyrtilegt baðherbergi og svalir með úti-húsgögnum. Nýbakað bakkelsi ásamt girnilegum ostum, kjötáleggi er á hverjum morgni.
Skíðalyftur í nágrenni við hótelið:
- Nives – 150 m
- Mickey Mouse – 300 m
- Biancaneve skíðalyftan – 300 m
- Larciunei – 350 m
- Ciampinoi – 350 m
- Terza Punta – 500 m
Verð frá kr. 233.900 á mann miðað við tvo í herbergi – innifalið er eftirfarandi:
- 7 nátta gisting með morgunmat.
- Flug með Icelandair til og frá Munchen.
- Innifalið: 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri 10kg.
- Akstur frá flugvelli í Munchen til Selva Val Gardena og til baka á flugvöllinn í Munchen.
- Aðgangur að heilsulind hótelsins.
- Aðstoð með leigu á skíðabúnaði.
- Fararstjórn.
FLUGUPPLÝSINGAR
5. mars 2022 – Beint flug með Icelandair FI532 frá Keflavík til Munchen kl. 7:20 lent í Munchen kl. 12:05
12. mars 2022 – Beint flug með Icelandair FI533 frá Munchen til Íslands kl. 13:05 lent í Keflavík kl. 16:00
Aðrar upplýsingar
- Ferðamannaskattur að upphæð € 2 á mann á nótt er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist á hótelinu í ferðalok.
- Skíði með í flugið kostar samtals báðar leiðir kr. 15.000.
Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Raggý í síma 844-6544 eða í tölvupósti raggy@sensationalworld.is eða info@sensationalworld.is