21 – 23 júní 2019, 2 nætur að Hólum í Hjaltadal,  LIFUM LENGI – BETUR

Settu heilsu þína og velferð í forgang !

Komdu með í dásamlega nærandi VELferð sem haldin verður að Hólum í Hjaltadal.  Áhersla verður lögð á Jóga Nidra, gönguferðir, dásamlega heilandi næringu og frábæra vinnustofu, LIFUM LENGI – BETUR. 

Hjónin Vala Mörk Thoroddsen og Guðjón Svansson ásamt tveimur barna sinna hafa verið á fimm mánaða ferðalagi um svokölluð „Blue-Zone“ svæði.  Þetta eru fimm svæði í heiminum þar sem langlífi og góð heilsa fram á síðasta dag er regla frekar en undantekning.  Á ferðalagi sínu hafa þau verið að kynna sér hvað það er sem gerir það að verkum að fólk á þessum svæðum lifir lengur og betur.  Í fyrirlestri sínum segja þau frá því sem þau hafa lært og hverju þau hafa breytt í sínu lífi í samræmi við það.  Jákvætt viðhorf til lífsins, mataræði, hreyfing, samskipti við fjölskyldu og vini, virðing fyrir umhverfinu, svefn, leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður og áreiti, einfalt líferni ásamt hamingju og húmor skiptir allt máli í þessu samhengi.  Margt er sameiginlegt með þessum fimm svæðum en annað ekki.

Eftir fyrirlesturinn munu þau Vala og Guðjón stýra vinnustofu þar sem áhersla er lögð á að aðstoða þátttakendur við að greina eigið líf og finna leiðir til þess að stuðla að góðri heilsu og langlfíð þeirra og þeirra nánustu.  Áhersla er lögð á að hver og einn þátttakandi vinni út frá styrkleikum sínum og nýti þá til þess að bæta eigið líf.

Harpa Einarsdóttir er Jóga Nidra leiðbeinandi I AM Yoga Nidra™.

Jóga Nidra er liggjandi hugleiðsla eða „sleep-based-meditation“, forn jógaástundun en vinsældir Jóga Nidra hafa farið mjög vaxandi í hinum vestræna heimi á liðnum árum.  Áhrif ástundunar jóga nidra til betra lífs eru margvísleg. Mjög öflugt meðal annars til að losa um stress, losa um heilunarmátt líkamans til að vinna á ýmsum kvillum, bætir svefn og umbreytir neikvæðu hugsanamynstri.  Stress er orsakaþáttur af mörgum sjúkdómum í dag og því afar mikilvægt að vera með öfluga aðferð til slökunar í nútímasamfélagi þar sem hraði og áreiti er mikið.

Mikil áhersla er lögð á Jóga Nidra á þessari VELferðar helgi bæði með ástundun og fyrirlestrum um jóga nidra og áhrif þess.

Hreyfing skiptir miklu máli varðandi heilsu og langlífi og við munum fara í nokkrar góðar gönguferðir um hið fallega nágrenni Hóla. 

Mataræði er einnig mjög mikilvægt þegar kemur að heilsunni okkar.  Mikið er fjallað um það í dag að nota mat sem meðal (food as medicine).  Við munum ákveða matseðil helgarinnar í samstarfi við þau Völu og Guðjón og sníða hann að því sem þau hafa lært á ferðalagi sínu á Blue-zone svæðunum.

Á Hofsósi er ákaflega falleg og skemmtilega hönnuð sundlaug sem við munum heimsækja.

Dagskrá

Föstudagur 21. júní
1200 Mæting
1200 – 13.30 Velkomin – léttur hádegisverður – spjall um hvað er framundan. Léttar jógateygjur og jóga nidra
14.00 – 17.00 Lifðu betur – lengi
17.00 – 17.30 Jóga Nidra
19.00 – 20.30 Kvöldmatur
Laugardagur 22. júní
07.30 – 08.30 Létt jóga og jóga nidra
08.30 – 10.00 Morgunmatur
10.00 – 12.00 Gönguferð um nágrennið
12.00 – 13.30 Hádegisverður
14.00 – 16.00 Fyrirlestur um Jóga Nidra og Jóga Nidra hugleiðsla
17.00 – 19:00 Sund á Hofsósi
19.30 – 20.30 Kvöldmatur
21:00 Dans
Sunnudagur 23. júní
0730 – 08.30 Létt jóga og jóga nidra
08.30 – 10.00 Morgunmatur
10.00 – 12.00 Fyrirlestur um jóga og jóga nidra og samantekt
12.00 – 14.00 Hádegisverður
14.00 Kveðjustund og jóga nidra

Verð á mann: 79.600,- 

Innifalið

  • Gisting í tveggja manna herbergi
  • Fullt fæði
  • Fyrirlestrar og önnur dagskrá.

Senda fyrirspurn