10 dagar/ 9 nætur í Brasilíu
Þessi ævintýra VELferð er spennandi hreyfi- og menningarferð til stærsta lands Suður-Ameríku. Fararstjóri mun leiða ferðina ásamt því að staðarleiðsögumenn munu leiðsegja hópnum á ensku. Fyrsti áfangastaður ferðarinnar er São Paulo, stærsta borg Brasilíu, helstu staðir borgarinnar verða kannaðir fótgangandi en einnig verður notast við neðanjarðarlestir og strætisvagna líkt og venjan er hjá heimamönnum. Ferðast verður til Saco do Mamanguá fjarðarins, sem er umlukinn fjöllum sem þakin eru Atlantshafsskóginum, þar sem ævintýralegt umhverfi verður kannað frá sjó og landi. Næsti áfangastaður er fallega nýlenduborgin Paraty, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður í göngu um borgina þar sem gestir fá að kynnast sögu hennar ásamt því að tækifæri gefst til þess að kaupa fallega minjagripi. Síðast en ekki síst verður farið til Rio de Janeiro, borgarinnar frægu þar sem meðal annars verður skoðuð Kristsstyttan sem er ein af hinum nýju sjö undrum veraldar og hið þekkta fjall Sykurhleifurinn (e. Sugarloaf mountain).
Ferðatilhögun
Dagur 1 – São Paulo
Lent í São Paulo, einkaastur frá flugvelli að hóteli. Þar gefst gestum tækifæri til að hvíla sig eftir langt ferðalag og slaka á það sem eftir er dags. Gist verður næstu 2 nætur í São Paulo.
Dagur 2 – São Paulo – Gönguferð – 6–7 klst (morgunverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður haldið í skoðunarferð um helstu staði borgarinnar. Enskumælandi leiðsögumaður fer með hópinn á helstu staði São Paulo. Í skoðunarferðinni verður gengið um, en einnig verður notast við strætisvagna og neðanjarðarlestir svo að gestir kynnist borginni eins og heimamenn.
Dagur 3 – São Paulo / Paraty Mirim / Saco Do Mamanguá (morgun- & kvöldverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur á hótelið þar sem keyrt verður með leiðsögumanni frá São Paulo til Paraty Mirim (5-6 klst). Þegar komið er til Paraty Mirim verður farið í 45 mínútna bátsferð að Saco do Mamanguá firðinum sem er umlukinn bröttum grænum fjöllum sem eru þakin Atlantshafsskóginum. Gestir fá tíma til að koma sér fyrir á Refúgio do Mamanguá áður en kvöldverður er borinn fram. Eftir kvöldverð verður frjáls tími það sem eftir er kvölds. Gist verður næstu 3 nætur í Refúgio do Mamanguá.
Dagur 4 – Saco Do Mamanguá – kanóferð – 6 klst (morgun-, hádegis- & kvöldverður innifalinn)
Eftir morgunverð hittir leiðsögumaðurinn okkur á Refúgio Mamanguá. Farið verður á kanadískum kanóum í gegnum leiruviðarskóga þar til komið er að náttúrulaug. Eftir afslöppun verður róið að veitingastað í nágrenninu þar sem hefðbundinn caiçara hádegisverður verður borinn fram. Eftir hádegismat verður haldið til baka á kanóunum.
Innifalið: hádegisverður, Staðarleiðsögn, trygging og björgunarvesti.
Ekki innifalið: drykkir.
Dagur 5 – Saco Do Mamanguá – gönguferð – 4 klst (morgun-, hádegis- & kvöldverður innifalinn)
Eftir morgunverð hittir leiðsögumaðurinn okkur á Refúgio Mamanguá og leiðir okkur að mótorbát sem fer með okkur (um 20 mín) að Cruzeiro ströndinni þar sem upphafsstaður gönguferðarinnar er. Gangan sjálf tekur um 1 og ½ til 2 klst þar sem leiðin liggur í gegnum Atlantshafsskóginn og upp á Mamanguá Sykurhleifinn. Eftir gönguna er haldið niður á strönd þar sem verður slakað á og borðaður hefðbundinn caiçara hádegisverður. Eftir hádegismat verður haldið til baka á mótorbát.
Innifalið: hádegisverður, leiðsögumaður, trygging og bátsferð að upphafsstað/frá lokastað.
Ekki innifalið: drykkir.
Dagur 6 – Saco Do Mamanguá / Paraty (morgunverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður haldið til Paraty á bát, með stoppum á leiðinni. Frjáls tími seinnipart dags. Gist verður næstu 2 nætur í Paraty.
Dagur 7 – Paraty – Gönguferð – 2–3 klst (morgunverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður haldið í gönguferð með leiðsögn þar sem kynnt verður saga Paraty. Frjáls tími eftir hádegi.
Bátsferð – 4–5 klst
Möguleiki er að bæta við bátsferð frá Paraty þar sem sjá má fallegt útsýni yfir Paraty flóann. Í ferðinni verður stoppað við eyjur í flóanum og þar verður hægt að stinga sér til sunds eða snorkla í tærum sjónum.
Ath: Vinsamlegast takið með ykkur vatn í ferðina. Snorkel og grímur verða í bátnum ásamt því að boðið verður uppá ávexti um borð.
Stand Up Paddle – 2 klst
Möguleiki er að bæta við ferð á „standandi vatnabretti“ (stand up paddle board) í Paraty flóa, þar sem finna má frábærar aðstæður fyrir íþróttina. Á Jabaquara ströndinni verður farið yfir öryggisatriði og þátttakendum kennd undirstöðuatriði þess að vera á standandi vatnabretti. Farið verður á brettunum að svæði þar sem sjá má leiruviðarskóga (e. mangroves) ásamt því að stoppað verður á leiðinni og þátttakendum gefst tækifæri á að synda í sjónum.
Ath: Vatn og ávextir verða í boði í þessari ferð.
Dagur 8 – Paraty / Rio De Janeiro – 4–5 klst (morgunverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur á hótelið þar sem keyrt verður með leiðsögumanni til Rio de Janeiro (4-5 klst). Eftir innritun á hótelið er frjáls tími það sem eftir er dags. Gist verður næstu 2 nætur í Rio de Janeiro.
Dagur 9 – Rio De Janeiro – Kristsstyttan / Santa Teresa / Morrinho verkefnið – 7–8 klst (morgunverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur á hótelið þar sem keyrt verður að Kristsstyttunni á Corcovado fjalli. Þar næst er skoðunarferð um fallega lista/bóhem hverfið Santa Teresa. Gestum gefst tími til að fá sér hádegisverð í hverfinu (ekki innifalinn) og síðan verður Morrinho verkefnið heimsótt og fræðst um það. Haldið verður aftur á hótelið í lok dags.
Kriststyttan (Christ the Redeemer), sem er ein af hinum nýju sjö undrum veraldar, er jafnframt mikilvægasta tákn Rio de Janeiro. Bygging hennar hófs árið 1922 og er hún 38 metra há. Hún er staðsett uppi á Corcovado fjalli sem er 710 metra hátt og þaðan er magnað útsýni yfir borgina.
Santa Teresa, er gamalt huggulegt hverfi í Rio de Janeiro þar sem stór hópur listamanna bæði býr og sýnir listir sínar. Hverfið liggur í bröttum hlíðum í hjarta borgarinnar og þar má sjá gamla lestarteina, falleg vegglistaverk, ásamt gömlum fallegum byggingum.
Morrinho verkefnið, er menningar- og samfélagsverkefni sem er staðsett rétt utan við Pereira da Silva favela (fátækrahverfi) í suðurhluta Rio de Janeiro. 450 fermetra módel úr múrsteinum og öðru endurnýttu efni hefur verið byggt með það að markmiði að sýna hversu fjölbreytt lífið er í fátækrahverfunum (Favela). Verkefnið var búið til af íbúum hverfisins til þess að koma sínum raunveruleika fram á sjónarsviðið með myndbandsupptökum, listaverkum, leikhúsi og tónlist.
Vinsamlegast athugið: Til þess að komast að verkinu verður farið um ójafnan stíg ásamt því að fara upp og niður stiga. Það er því mikilvægt að mæta í góðum skóm.
Dagur 10 – Rio De Janeiro / Sykurhleifurinn – 3–4 klst / brottför (morgunverður innifalinn)
Eftir morgunverð verður farið upp Sykurhleifinn (e. Sugarloaf mountain), sem er annað helsta kennileiti Rio de Janeiro. Farið verður upp fjöllin í togvagni (e. Cable car) þar sem sjá má einstakt útsýni yfir borgina og strandlengjuna. Eftir ferðina verður farið aftur á hótelið til að skrá út og svo brottför uppá flugvöll.
Gisting
Í São Paulo er gist á hótel Portobay L´Hotel sem er einstaklega vel staðsett, eða aðeins um 50m frá einni af aðalgötum Sao Paulo, Avenida Paulista. Í göngufæri við hótelið er því að finna fjölda veitingastaða, verslana og fleira. Á hótelinu er einnig að finna veitingastað, bar, spa, líkamsræktarsal og sundlaug. Öll herbergi hótelsins eru með loftkælingu og þráðlausu neti.
Í Saco do Mamanguá firðinum er gist á Refúgio Mammanguá sem er staðsett rétt við sjóinn og umkringt fallegum gróðri og skógi. Við byggingu gistirýmanna var sérstaklega hugsað til þess að notaðar væru umhverfisvænar aðferðir og sjálfbærni höfð að leiðarljósi. Í herbergjum eru viftur og gashitarar fyrir vatn ásamt því að beint fyrir utan er tréverönd með hengirúmum þar sem hægt er að slaka á og njóta útsýnisins.
Í Paraty er gist á Pousada Porto Imperial í hjarta gamla miðbæjarins. Byggingin sjálf er í gömlum stíl en þó er þar að finna öll helstu nútíma þægindi eins og internet, sundlaug, heitan nuddpott, gufubað og nuddherbergi. Einnig má þar finna fallegan garð með ýmsum plöntum úr Atlantshafsskóginum.
Í Ríó er gist á hótel Porto Bay Copacabana sem er staðsett á hinni frægu Copacabana strönd. Á þaki hótelsins er að finna pall þar sem hægt er að slaka á, sundlaug, gufubað, nuddherbergi og líkamsræktarsal. Frá þakinu er frábært útsýni yfir ströndina, borgina og Kristsstyttuna.
Fararstjóri: Berglind Ósk Magnúsdóttir
Berglind bjó í um tvör ár í Brasilíu þar sem hún lauk ferðamálafræðinámi í fjarnámi, lærði portúgölsku og var sjálfboðaliði í hjólaferðum þar sem mat var safnað fyrir sjálfboðaliðasamtök í São Paulo í Brasilíu. Hún hefur mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu og er með BS gráðu í sálfræði. Berglind er einnig með BA gráðu í ferðamálafræði og hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á berglind@sensationalworld.is eða hringja í síma 869-1627.
Verð er breytilegt eftir tímasetningu og fjölda þátttakenda.
Innifalið
- Akstur/rútuferð samkvæmt ferðalýsingu;
- Gisting í 9 nætur með morgunverði;
- 1 hádegisverður í Saco do Mamanguá samkvæmt ferðalýsingu;
- 3 kvöldverðir í Refúgio do Mamanguá samkvæmt ferðalýsingu;
- 2 Mamanguá ferðir samkvæmt ferðalýsingu;
- Gönguferðir með leiðsögn um São Paulo og Paraty;
- Skoðunarferð (7–8 klst) að Kristsstyttunni Corcovado, Santa Teresa and Morrinho verkefnið ásamt aðgangsmiðum;
- Skoðunarferð (3–4 klst) um Sykurhleifinn (Sugar Loaf Mountain) með aðgangsmiðum;
- Enskumælandi staðarleiðsögn;
- Íslenskur fararstjóri.
Ekki innifalið
- Flug til og frá Brasilíu (við aðstoðum við að bóka flug, áætlaður kostnaður á bilinu 160.000-200.000 Kr.);
- Valkvæðar ferðir;
- Drykkir;
- Máltíðir aðrar en þær sem nefndar eru í ferðalýsingu;
- Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra;
- Önnur þjónusta sem ekki er nefnd í ferðalýsingu.
- Bólusetning – við bendum fólki á að hafa samband við sína heilsugæslu vegna bólusetningar að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir ferð;
- Ferðatrygging.