Skíðaferð til Selva Di Val Gardena á Ítalíu! - 7 Days

8. til 15. febrúar 2020

SELVA DI VAL GARDENA Á ÍTALÍU  

Selva di Val Gardena / Dolomites á Ítalíu er vinsæll áfangastaður meðal skíðaáhugafólks víðsvegar að úr heiminum. Skíðabrekkur Selva Di Val Gardena eru um 1.100 km að lengd og þar er hægt að velja úr 400 skíðalyftum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna þá má velja úr fjölda af frábærum brekkum sem henta getu hvers og eins.  

HOTEL GARNI CONCORDIA 3* https://www.garni-concordia.it/en/  

Hotel Garni Conordia er 3* hótel staðsett á frábærum stað í miðbæ Selva di Val Gardena. Stutt er í skíðalyftur, veitingastaði, kaffihús og bari. Á booking.com fær Hotel Garni Concordia 9.4 í einkunn fyrir frábæra staðsetningu, góðan morgunmat og þjónustu. Herbergin eru rúmgóð með góðu baðherbergi, fríu interneti, sjónvarpi og glæsilegu útsýni af svölunum yfir dalinn og fjöllin. Aðgangur að heilsulind hótelsins er innifalinn. Hótelið er staðsett í um 50 metra frá Sella Ronda skíðalyftunum. Góð  aðstaða er til að geyma skíðabúnað í upphituðum geymslum hótelsins. 

Sella Ronda, er falleg skíðaleið umkringd þykkum skógum, klettatoppum og snjóþekktu landslagi  sem liggur á milli fjögurra dala Badia, Gherd, Fascia og Fodom Gherdëina hringinn í kringum hið mikla Sella klettasvæði. Það tekur um það bil 6 klst að skíða þessa vinsælu leið.  Skemmtileg upplifun fyrir alla þá sem vilja njóta þess að skíða í einstakri náttúrufegurð.  

Skíðalyftur í nágrenni við hótelið: 

 • Sella Ronda – 50 m 
 • Nives – 150 m 
 • Mickey Mouse – 300 m 
 • Biancaneve skíðalyftan – 300 m 
 • Larciunei – 350 m 
 • Ciampinoi – 350 m 
 • Terza Punta – 500 m 

Verð frá kr. 149.800 á mann miðað við tvo í herbergi –  ATH FLUG ER EKKI INNIFALIÐ Í VERÐI

Innifalið er eftirfarandi: 

 • 7 nátta gisting með morgunmat
 • Keyrsla til og frá flugvellinum í Innsbruck
 • Aðgangur að heilsulind hótelsins
 • Aðstoð með leigu á skíðaútbúnaði
 • Umsjón/fararstjórn Ragnheiður Friðriksdóttir 

Valmöguleikar á flugi 

Við hjá Sensational World bjóðum viðskiptavinum okkar að bóka fyrir þá flug sem þeim hentar, gegn vægu gjaldi. Viðskiptavinir okkar geta hagað sínu ferðalagi eins og þeim hentar t.d. ef óskað er eftir að eiga auka nótt/nætur á leið út eða á heimleið. 

Allar nánari upplýsingar um ferðina er að fá í síma 844-6544 eða á tölvupósti info@sensationalworld.is

 

Sendu okkur skilaboð hér að neðan.

Skíðaferð til Selva Di Val Gardena á Ítalíu!
From kr.149.800
per Adult

Upplýsingar um ferð

 • Garni Hotel Concordia 3* hótel
 • Hámarksfjöldi í ferð 20 manns
 • Flug ekki innifalið í verði