Við bjóðum uppá dagsferðir eða lengri ferðir fyrir hópa. Hægt er að velja úr ferðum sem við bjóðum uppá (Sumar ferðir þarf að aðlaga að fjölda hóps til dæmis vegna fjöldatakmarkana samstarfsaðila í afþreyingu o.s.frv.) eða óska eftir því að við sérsníðum ferð að því sem hópar vilja leggja áherslu á.
Við leggjum áherslu á að bjóða uppá spennandi ferðir með skemmtilegri og uppbyggjandi dagskrá. Við viljum að gestir okkar fái ógleymanlega upplifun, hvort sem það er í spennandi ævintýraferð eða ferð með áherslu á slökun.
DAGSFERÐIR
Dagsferðir miðast að farið sé af stað að morgni og komið til baka seinni part dags eða snemma kvölds.
LENGRI FERÐIR
Lengri ferðir geta verið frá 2 dögum og eins margir dagar og hópur óskar eftir.
Previous
Next
SÉRSNIÐNAR FERÐIR
Við bjóðum hópum uppá sérsniðnar ferðir eftir þörfum og óskum viðskiptavina okkar. Tekið er mið af samsetningu hópsins, markmiði ferðar og fjárhagsramma við skipulagningu ferða.
UPPLÝSINGAR:
- Hvernig ferð?
- Fyrirtækjaferð
- Vinnuferð
- Hvataferð
- Árshátíð
- Fyrirtækjaferð
- Hópefli
- Skemmtiferð
- Skoðunarferð
AFÞREYING DÆMI:
- Gönguferð
- Golfferð
- Kayakferð
- Skíðaferð
- Hjólaferð
- Ævintýraferð
- Heilsulind eða náttúruböð
- Jógaferð
- Hugleiðsla
- Kuldaþjálfun
- O.fl.
Dæmi um ferðir
Dagsferðir
Dagsferð 1
Ævintýri í Borgarfirði
11-12klst
Brottför úr Reykjavík
Hraunfossar
Hádegismatur
Ferð uppá Langjökull í ísgöngin
Krauma náttúrulaugar
Lagt af stað í bæinn
Ferð lokið
Verð frá kr. 40.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagskrá.
Dagsferð 2
Afslöppun í Borgarfirði
9-10klst
Brottför úr Reykjavík
Hraunfossar
Hádegismatur
Krauma náttúrulaugar
Steðji brugghús heimsókn
Lagt af stað í bæinn
Ferð lokið
Verð frá kr. 23.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagskrá.
Dagsferð 3
Hestar og ganga í Borgarfirði
9-10klst
Brottför úr Reykjavík
Hestaferð
Hádegismatur
Giljaböð – létt gönguferð og slökun
Lagt af stað í bæinn
Ferð lokið
Verð frá kr. 39.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagskrá.
Dagsferð 4
Jóga, hugleiðsla og náttúran
7-8klst
Brottför úr Reykjavík
Jóga í náttúrunni
Hádegismatur
Náttúrutenging
Hugleiðsla
Lagt af stað í bæinn
Ferð lokið
Verð frá kr. 21.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagskrá.
Dagsferð 5
Villingarholt
10klst
Brottför úr Reykjavík
Raufarhólshellir
Rjómabúið
Hádegisverður – Hótel Vatnsholt
Tré og list
Urriðafoss
Íslenskibærinn
Ferð lokið
Verð frá kr. 25.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagskrá
Dagsferð 6
Kayakferð á suðurlandi
9-10klst
Brottför úr Reykjavík
Kayakferð – 2klst án leiðsagnar (möguleiki á að velja úr öðrum kayak ferðum með leiðsögn fyrir auka gjald)
Hádegismatur
Gamla laugin Flúðum
Lagt af stað í bæinn
Ferð lokið
Verð frá kr. 26.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagskrá.
Lengri ferðir
Borgarfjörður Göngur 2ja daga ferð
DAGUR 1
Brottför úr Reykjavík
Gönguferð upp að Glym
Hver og einn tekur með sér sitt eigið nesti til að borða í göngunni (einnig hægt að bæta við mat fyrir hóp í pakkann)
Keyrt að Hótel Húsafelli þar sem verður gist eina nótt
Sund/flot í boði fyrir þá sem vilja (án endurgjalds, laugin er opin til kl.20)
Kvöldverður Hótel Húsafelli – Þriggja rétta matseðill
DAGUR 2
Giljaböð – létt gönguferð og slökun
Hótel Húsafell tveggja rétta hádegisverður
Endað í Reykjavík
Ferð lokið
Verð frá kr. 69.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp og 2 saman í standard herbergi
Innifalið: rúta, leiðsögn, matur og afþreying samkvæmt dagsrká.
Borgarfjörður Ævintýri á jökul 2ja daga ferð
DAGUR 1
Brottför úr Reykjavík án leiðsögumanns (hægt að bæta við leiðsögumanni í ferð fyrir auka gjald)
Hótel Húsafell tveggja rétta hádegisverður
Farið uppá Langjökul frá Húsafelli í stórum trukk
Komið til baka að Hótel Húsafelli þar sem verður gist eina nótt
Sund/flot í boði fyrir þá sem vilja (án endurgjalds, laugin er opin til kl.20)
Kvöldverður Hótel Húsafelli – Þriggja rétta matseðill
DAGUR 2
Frjáls tími – mælum með að fara í sund, göngu- eða hjólaferðir um nágrennið (án endurgjalds), einnig er hægt að fara í golf, Giljaböð eða hestaferð fyrir auka gjald.
Hótel Húsafell tveggja rétta hádegisverður
Krauma náttúrulaugar
Endað í Reykjavík
Ferð lokið
Verð frá kr. 68.900 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp og 2 saman í standard herbergi
Innifalið: rúta, gisting, matur og afþreying samkvæmt dagskrá
Suðurland 2ja daga ferð
DAGUR 1
Brottför úr Reykjavík
Eyjafjallajökull – Gljúfrabúi
Gamla fjósið – Hádegisverður
Skógafoss
Dyrhólaey
Reynisfjara
Gisting á hóteli í Vík
Fordrykkur
Kvöldverður Hótel Vík – Þriggja rétta matseðill
DAGUR 2
Brottför frá Hótel Vík
Endað í Reykjavík
Ferð lokið
Verð frá kr. 63.400 á mann*
*Miðað við 20 manna hóp og 2 saman í herbergi
Innifalið: rúta, leiðsögn, gisting, matur og afþreying samkvæmt dagskrá.