Í tengslum við sóttvarnaráðstafanir vegna COVID-19 eiga eftirfarandi leiðbeiningarnar við um ferðir okkar um óákveðinn tíma, en þær eru endurskoðaðar reglulega með tilliti til sóttvarnareglna og leiðbeininga frá yfirvöldum.  

  1. Einstaklingar mega ekki fara í skipulagðar ferðir ef þeir:
    • Eru í sóttkví.
    • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
    • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
    • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  2. Hámarksfjöldi í hverjum ferðahópi fer eftir gildandi fjöldatakmörkunum.
  3. Virða ber fjarlægðartakmarkanir á milli einstaklinga.
  4. Við hvetjum þátttakendur til að hafa meðferðis handspritt í öllum tegundum ferða og að spritta hendur sérstaklega fyrir matarhlé og áður/eftir að gripið hefur í keðjur og handfestur sem finna má á merktum gönguleiðum.
  5. Vinsamlegast deilið ekki persónulegum búnaði/matvælum/drykkjum með öðrum en nánasta ferðafélaga í hópnum.
  6. Í rútum:
    • Þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nándarmörk skal nota andlitsgrímu.
    • Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin grímunotkun og nándarmörk.
    • Handspritt er við inngang sem farþegar eiga að nota þegar þeir koma inn í bifreiðina.
    • Ganga rólega inn í / út úr rútu og hafa bil á milli einstaklinga þegar gengið er inn / út.
    • Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að dreifa sér um rútuna og hafa annan hvern stól lausan eins og kostur er. Þeir sem eru í nánum tengslum mega sitja saman.

Við eru öll í þessu saman

 

Vefsíður um ferðalög og COVID-19:

Ferðir til útlanda – covid.is

Ferðalög til og á Íslandi á covid.is

Ferðaráð vegna Covid-19 frá Stjórnarráði Íslands