Hvataferðir hafa öðlast miklar vinsældir síðustu ár og þykja orðið mikilvægur þáttur í starfsmannahaldi fyrirtækja. Starfsfólki er umbunað fyrir vel unnin störf með skemmtilegum viðburðum og ferðum.  Oft eru slíkar ferðir líka til að umbuna söluaðilum eða birgjum fyrir gott samstarf. Hvataferð getur verið mjög áhrifarík leið til þess að bæta vinnuandan og ánægju starfsmanna.  Ánægðir starfsmenn skila ánægðum viðskiptavinum.

Okkar starfsfólk hefur unnið í mörg ár við að skipuleggja hvataferðir um allan heim.  Við skipuleggjum slíkar ferðir í samstarfi við viðskiptavini okkar og tökum mið af samsetningu hópsins og markmiði ferðar innan þess fjárhagsramma sem settur hefur verið.

Algengastu hvataferðir í dag eru ýmist upplifunarferðir þar sem ferðalangar upplifa ævintýri sem oft bjóðast þeim ekki sem venjulegum ferðalöngum.  Og svo eru það “wellness” ferðir, eða VEL-ferðir þar sem áherslan er á slökun, hvíld og dekur.

Hvort sem hentar þínum hópi, ævintrýarferð eða slökun þá sjáum við til þess að gestirnir fái ógleymanlega upplifun.